Um okkur Framúrskarandi
fyrirtæki í yfir 100 ár

framurskarandi_2018
 

Við erum framsækið fyrirtæki sem byggir á traustum grunni. Hjá okkur starfar reynslumikið starfsfólk sem sinnir bæði dagvörumarkaði og veitingageiranum.

Hér er valinn maður í hverju rúmi og liðsheildin sterk. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Gildir þá einu hvort um er að ræða sölu og dreifingu vara í smásöluverslanir eða ráðgjöf og þjónustu við veitingageirann.

Fyrirtækið á sér langa sögu og stendur á gömlum merg. ÓJ&K var stofnað árið 1906 og er þannig meðal elstu, starfandi félaga á landinu – og fyrsta íslenska heildsalan.

Fyrirtækið á Nýju kaffibrennsluna ehf. og hlut í Vilko á Blönduósi. Sælkeradreifing ehf. bættist í fyrirtækjahópinn árið 2006.

Mannauður Gaman að vinna saman í 100 ár

Hjá ÓJ&K, Sælkeradreifingu og Nýju kaffibrennslunni vinna um 70 manns. Liðsheildin er öflug og samhent og tekur vel á móti nýjum liðsmönnum. Stjórn starfsmannafélagsins Hugins er síkvik og hugmyndarík og efnir reglulega til skemmtilegra uppákoma og atburða til að þétta hópinn og skemmta sér.

Stjórn og stefna Reynsla Fagmennska Þjónusta

Þetta eru þau þrjú megingildi sem höfð eru í hávegum hjá fyrirtækjunum ÓJ&K, Sælkeradreifingu og Nýju kaffibrennslunni. Við höfum að markmiði að bjóða ætíð vörur af sem bestum gæðum á hagstæðu verði, framúrskarandi þjónustu og áreiðanleika í öllum viðskiptum.

Sagan Framúrskarandi fyrirtæki í meira en heila öld

Á stórhátíðum vitnum við gjarnan í Emily Dickinson sem sagði: „Við verðum ekki eldri með
hverju árinu – heldur nýrri með hverjum deginum.“ Þetta á sannarlega við um fyrirtækið Ó.
Johnson & Kaaber sem er bæði framsækið og síkvikt en á sér langa sögu.