Fréttir & tilkynningarStóreldhúsið 2019

Starfsfólk Sælkeradreifingar og Ó.Johnson&Kaaber munu taka vel á móti gestum sem heimsækja básin okkar á sýningunni Stóreldhúsið 2019 dagana 31.okt og 1.nóv frá kl.12.00 – 18.00.
Stóreldhúsið 2019 er mikil hátíð og þar gefst okkur einstakt tækifæri til að hitta fagfólk og viðskiptamenn og rifja upp gömul kynni og skapa ný.
Á sýningunni verður áhersla lögð á að kynna nýjungar og alla þá möguleika sem ný vefverslun hefur uppá að bjóða. Ýmsar veitingar verða í boði ásamt óvæntum uppákomum.
Kaffideildin okkar mun að sjálfsögðu vera með kaffihús á staðnum og kynna vörulínur Kaffitárs og Rúbín.
Hlökkum til að sjá ykkur