Sinnir stóreldhúsumSælkeradreifing

Við sinnum stóreldhúsum undir merkjum Sælkeradreifingar. Við bjóðum upp á gæðahráefni og vörur fyrir veitingahús, mötuneyti, bakarí, hótel og aðra stórnotendur; í raun allt sem þarf í eðalmáltíð, hvort sem um er að ræða margverðlaunað nautakjöt eða vegan-rétti, sushi-hráefni eða nýja, bleika Ruby súkkulaðið. Sölumenn okkar eru menntaðir fagmenn, bæði matreiðslumenn og bakarar.

Sælkeradreifing
stóreldhús

Catering eða HoReCa? Stóreldhús

Stundum er talað um Catering eða HoReCa (skammstöfun fyrir hotel/restaurant/café) en við köllum þessa deild bara stóreldhús. Helstu viðskiptavinir Sælkeradreifingar eru veitingahús, mötuneyti, hótel, bakarí og aðrir stórnotendur. Sölumenn okkar hafa á takteinum upplýsingar um besta hráefnið, skemmtilegustu nýjungarnar, vinsælustu uppskriftirnar og allt sem fagfólk í stóreldhúsum landsins þarf að vita.

nautakjot_overview

Sashi-steikur Besta nautakjöt í heimi

Sashi-steikur frá JN Meat International í Danmörku eru nýjung hjá Sælkeradreifingu. Steikurnar eru sérvaldar og þeim skipt í 12 flokka eftir fitumagni: því meiri fitusprenging, þeim mun hærra númer. Þá var Freygaard nautahryggvöðvi frá JN Meat valinn sá besti á World Steak Challenge 2018 þar sem 200 framleiðendur börðust um titilinn. Auk þess fékk danska fyrirtækið verðlaun í öðrum flokkum líka.