SmásalaTraust heildsala

ÓJ&K er rótgróin og traust heildsala með viðamikið dreifikerfi sem flytur inn og dreifir fjölbreyttu úrvali af dagvöru til sölu í verslunum. Við bjóðum fjölmörg þekkt vörumerki í matvöru, sælgæti, kaffi, snyrti- og hreinlætisvörum og erum með öflugan flokk sölumanna sem sinnir öllu landinu með reglulegum heimsóknum.

í 112 ár ÓJ&K og Íslendingar

Þær eru orðnar nokkrar, kynslóðir Íslendinga, sem alist hafa upp með vörunum sem ÓJ&K flytur inn. Flestir þekkja líklega vörumerki á boð við Colgate, Palmolive, Ajax, Pågen, Del Monte, Kiwi, Philips, Vilko, Mömmusultur, Tate & Lyle, Delifrance, Santa Maria, KIM‘s, Melroses, Brit hunda- og kattamat og auðvitað kaffið okkar: Rúbín, Kaaber og Braga. Þetta eru aðeins nokkur af þeim vörumerkjum sem við seljum inn í verslanir landsins. Ef þú finnur þær ekki, ættirðu að láta í þér heyra! Við viljum að þú getir nálgast vörurnar frá okkur í hvaða verslun sem er.
Fyrirtækið á Nýju kaffibrennsluna á Akureyri og er hluthafi í Vilko á Blönduósi.