Bakað úr heilhveiti, súrdegi og týtuberjum og útkoman verður brauð sem býr yfir fyllingu, sætleika og ávaxtakeim í hárréttum hlutföllum.
Dásamlegt á morgunverðarborðið, best í samlokuna og hvenær sem hungrið steðjar að. Það er enginn furða að LingonGrova er vinsælasta brauð Svíþjóðar.
Við elskum brauð
Pågen brauð – bökuð af alúð
Alúð við baksturinn hefur einkennt Pågen-brauðgerðina í meira en 140 ár. Þessi natni endurspeglast í öllu sem við gerum. Fjölskyldur um allan heim njóta afrakstursins hvern einasta dag, bæði kvölds og morgna – og auðvitað líka í hádeginu. Sú tilhugsun veitir okkur auðmýkt sem við byggjum á hvern einasta dag. Að baka af alúð þýðir að okkur er umhugað um hráefnið, starfsfólkið, viðskiptavinina og sameiginlegar auðlindir okkar allra.
í SvíþjóðBakað á heimaslóðum hráefnisins
Við bökum braðgóðar, hágæða vörur og leggjum áherslu á sjálfbærni í gegnum allt ferlið. Hveitið og kornið er ræktað í grennd við framleiðslufyrirtæki okkar í Svíþjóð af bændum sem við þekkjum vel. Búskaparhættir í Svíþjóð eru með þeim sjálfbærustu sem þekkjast í heiminum og það skiptir okkur miklu máli.
Við lágmörkum sóun
Einstök endurvinnsla til að koma í veg fyrir matarsóun
Matarsóun er risavaxið vandamál um allan heim sem við viljum berjast gegn. Það gerum við t.d. með því að taka til baka öll óseld brauð í Svíþjóð, vinna úr þeim ger sem við svo notum til annarrar brauðgerðar. Þannig tryggjum við hringrás sem lágmarkar sóun.
Fjölskyldufyrirtæki með framtíðarsýn
Framtíðarhugsun
Pågen er fjölskyldufyrirtæki með framtíðarsýn, því við viljum halda áfram að baka fyrir næstu kynslóðir. Þess vegna er okkur umhugað um sameiginlegar auðlindir og sjálfbærni. Við munum halda áfram að lágmarka matarsóun í okkar ferli. Einnig er mikið lagt upp úr að vanda okkur varðandi pökkun brauðanna okkar, flutning, orkunotkun og vinnuumhverfi. Með því viljum við auka líkurnar á því að geta bakað fyrir komandi kynslóðir.