Fréttir & tilkynningarMá kynna þig fyrir Sashi og Freygaard?

nautakjot_overview

Sashi og Freygaard

Margir kannast við WAGYU nautasteikurnar sem koma af séröldum nautgripum sem ræktaðir eru í Hyogo-héraðinu í Japan en jafnan kenndir við höfuðborg héraðsins, KOBE. Þetta kjöt er afar dýrt enda framleiðslan takmörkuð. Við bjóðum japanskar Wagyu-steikur frá fyrirtækinu Nice to meat í Hollandi en einnig Sashi-steikur frá JN Meat International í Danmörku á miklu hagstæðara verði. Afurðir danska fyrirtækisins unnu til margs konar verðlauna í keppninni World Steak Challenge 2018, þar á meðal í flokki nautahryggvöða. Þar bar Freygaard-steikin þeirra sigur úr býtum en um 200 framleiðendur bitust um þau verðlaun. Sjá nánar hér um úrslit keppninnar.

Orðið „sashi“ þýðir marmari á japönsku og vísar til fiturákanna í kjötinu sem minna á marmara, en Sashi-steikurnar eru nánast jafn fitusprengdar og KOBE-kjötið japanska. Steikurnar eru sérvaldar og þeim skipt í 12 flokka eftir fitumagni: því meiri fitusprenging, þeim mun hærra númer. Ribeye-Sashi steikin frá JN Meat Internation var valin sú besta af þessari gerð á World Steak Challenge 2018. Freygaard nautahryggvöðvinn sem áður er getið kemur einnig frá danska fyrirtækinu en kjötið er af kyni sem ræktað er í Finnlandi samkvæmt ströngustu kröfum um dýravelferð, mataröryggi og sjálfbærni. Aðstæður til búfjárræktunar í Finnlandi eru talsvert betri en víðast annars staðar í Evrópusambandslöndum enda landrými nægt og því fer vel um dýrin. Þó er aðeins um 1% af öllum nautgripum í Evrópusambandinu ræktað í Finnlandi. Freygaard-nautunum er slátrað í Finnlandi en öll vinnsla og pökkun fer fram hjá JN Meat í Danmörku.

Við hjá Sælkeradreifingu bjóðum upp á miklu fleiri möguleika í nautakjöti, t.d. Dry Aged kjöt frá bandaríska framleiðandanum Creekstone Farms í Arkansas sem við flytjum inn í gegnum kjötfyrirtækið Nice to meat í Hollandi. Frá þeim fáum við líka gæðakjötvörur af nautgripum af Black Angus-kyni og Wagyu-steikur frá Gunma-héraðinu í Japan.

Við vitum að ekki heillast allir af kjötinu okkar og kjósa frekar að halda sig við plönturíkið þegar kemur að matseld. Við virðum það – og bjóðum þá líka upp á alls kyns kjötlausa valkosti eins og vörurnar frá Like Meat – sem eru hamborgarar, kebab og hakk fyrir vegana og grænkera – en í þeim er ekki vottur af kjöti!

Freygaard Nordic Nature Beef - Sælkeradreifing