Fréttir & tilkynningarLexus

Lexus er með alþjóðlegan samning við Philips um lýsingu fyrir bílaumboðin sín.

Í þessu tilfelli var sett upp grunnlýsing fyrir salinn þar sem nýir bílar eru sýndir. Mikið var lagt upp upp úr því að ná fram upplifun fyrir viðskiptavini Lexus.

Philips útvegaði einnig skrautlýsingu til að auka á upplifunina í sýningarsalnum. Stýringar á kerfinu eru líka frá Philips en þær kallast Dynalite. Með því kerfi má ná fram orkusparnaði og hægt að búa til senur þannig að öll lýsing passi tilefninu hverju sinni.

Eina sem sölumenn Lexus þurfa að gera er að ýta á einn takka og þá fara ljósin í öllum sölum umboðsins á rétta lýsingu.