Fréttir & tilkynningarKrabbameins-félagið notar Color Kinetics ljósin

Color Kinetics light - krabbameinsfélagið

Krabbameinsfélagið leitaði til Raftákn á Akureyri með hönnun á lýsingu utan á húsið hjá sér í Skógarhlíðinni.

Anna Blöndal hjá Raftákn nýtti sér Color Kinetics ljósin í hönnun hjá sér, en við hjá Lýsingadeildinni eigum allar skrár til hönnunar á lýsingu sem þessarri til hjá okkur.

Krabbameinsfélagið vill geta lýst upp húsið í mánuðum eins og þegar bleika slaufan er og mottumars.

Með þessarri lausn er lítið mál að ná fram þeim litum á húsið sem þarf í hvert tilefni sem er.

Fyrir valinu varð lausn frá Philips Color kinetics en það er deild sem sérhæfir sig í skrautlýsingu eins og þessarri. Notaðir voru 9 stk ColorBlast RGBW kastarar, og er búnaðinum stýrt með Iplayer3. En með þessum búnaði má nánast gera hvað sem er í lýsingu á húsinu meðal annars láta ljósin flökta milli lita eða slá eins og hjarta.

Þess má geta að O. Johnson & Kaaber er svokallaður Value Added Partner hjá Philips og eru sölumenn lýsingadeildar allir með mikla þekkingu á lýsingu.