Fréttir & tilkynningarÍþróttahöllin á Akranesi

LED lýsing - Akraneshöll

Akraneshöllin skipti um alla lýsingu í höllinni árið 2017, fyrir valinu urðu Philips GentleSpace Gen2 frá Philips, en þessir lampar eru að sjálfsögðu með LED.

Lýsingin á vellinum stendur UEFA staðla fyrir innanhúss hús sem þetta og var mikið lagt upp úr því að hægt væri að vera með útsendingu frá höllinni í sjónvarpi.

Einnig er hægt að Skipta lýsingunni upp í húsinu þ.e. hafa kveikt í helming hússins til að auka raforkusparnað.

Hver lampi er með tveimur Dali straumfestum og til að ná settri lýsingu þá voru notaðir 222 lampar.

Guðjón L. Sigurðsson hjá Lisku sá um hönnun á þessu verki.