Fréttir & tilkynningarGuðrúnartún með LED lýsingu

Eftir góða reynslu af ljósunum í Borgartúni var tekin ákvörðun um að halda áfram með sömu gerð af ljósum í Guðrúnartúni.

Með því að nota LED lýsingu sparast allt að 85% orkunotkun í götunni fyrir utan að  hægt er að nota færri ljós og staura þar sem dreifing af LED ljósum er mun meiri en af hefðbundnum ljósum. Einnig dimmast staurarnir um 50% á nóttinni en með því sparast gríðarleg orka. Ljósmagnið minnkar hins vegar óverulega. Mikið var fjallað um þessa lampa þegar þeir voru settir  upp en um tilraunaverkefni var að ræða hjá Reykjavíkurborg.

Lamparnir sem eru notaðir í Borgartúni eru frá Philips og heita CitySoul og gefa þeir frá sér um 10.600 lúmen í ljósmagni.