Fréttir & tilkynningarGötulýsing í Borgartúni

Nú er kominn nokkur reynsla á LED götulýsingu í Borgartúni en lamparnir búnir að vera uppi í nokkur ár og er reynslan af þeim góð. En með því að nota LED lýsingu sparast allt að 85% orkunotkun í götunni fyrir utan að það var hægt að nota færri ljós og staura því dreifing af LED ljósum er mun meiri heldur en af hefðbundnum ljósum. Einnig dimmast staurarnir um 50% á nóttinni en með því sparast gríðarleg orka en ljósmagnið minnkar óverulega. Mikið var fjallað um þessa lampa þegar þeir komu upp en um tilraunaverkefni var að ræða hjá Reykjavíkurborg.

Lamparnir sem eru notaðir í Borgartúni eru frá Philips og heita CitySoul og gefa þeir um 10.600 lúmen frá sér í ljósmagni. Ljósastaurarnir eru frá Alfred Priess í  Danmörku og er O. Johnson & Kaaber  einnig  umboðsaðili fyrir þá.

Liturinn á ljósum og staurum er nokkuð sérstakur en í þessu tilfelli var um sérstaka ósk frá arkitekt að ræða  og er liturinn RAL3000.

Kristján Kristjánssson hjá Eflu sá um lýsingahönnu