Fréttir & tilkynningarGöngugatan á Akureyri

Göngugatan á Akueyri var tekin í gegn árið 2017 og var þá leitast við að hafa útlit götunnar sem heilstæðast. Þar skiptir lýsingin auðvitað miklu máli. Fyrir valinu urðu Metronomis götuljós frá Philips en með þeim er meðal annars hægt að fá fram skuggamyndir á jörðina.

Ljósastaurarnir koma frá Alfred Priess í Danmörku en fyrirtækið sérhæfir sig í að framleiða ljósastaura fyrir Philips ljós. Mikið var lagt upp úr útliti og eru því ljósastaurarnir og ljósin í sérvöldum grænum lit (RAL6012).

Ólafur Jensson hjá Jensson Hönnunarhús sá um heildarhönnun götunnar.