Fréttir & tilkynningarFramúrskarandi fyrirtæki – þrennan í hús!

Framúrskarandi Fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki

Enn og aftur höfum við náð þrennu í hús með þessari eftirsóknarverðu vottun Creditinfo um góðan rekstur ÓJ&K, Sælkeradreifingar og Nýju kaffibrennslunnar. Á bak við vottunina liggur greining Creditinfo á rekstri rúmlega 38 þúsund íslenskra fyrirtækja. Markmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Aðeins um 2% þessara fyrirtækja uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir því að teljast Framúrskarandi fyrirtæki. Við erum stolt af því að í enn eitt skiptið fá öll fyrirtækin okkar fullt hús stiga.

framurskarandi_2018

Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts. Framúrskarandi fyrirtæki 2018 eru um 2% íslenskra fyrirtækja sem til greina koma.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

 • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
 • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
 • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
 • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
 • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
 • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
 • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
 • Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
 • Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015
  (breytt skilyrði)