Fréttir & tilkynningarFlugstöð Leifs Eiríkssonar

Þegar farið var í breytingar á veitingastöðum í Flugstöðinni árið 2015 þá var tekinn ákvörðun um að nota Luminous Textile veggi frá Philips til að vera með róandi stemming fyrir flugfarþega.

Veggir þessir bjóða meðal annars upp á mikla hljóðdempun og eru því mjög hentugir í flugstöðvar sem og byggingar þar sem mikil lofthæð er.

Philips leitaði í einn fremsta framleiðanda á textíl efni í heiminum í dag til að fá rétt efni fyrir veggina en það er danski framleiðandinn Kvadrat.

Veggirnir koma bæði í stöðluðum stærðum en einnig er hægt að fá þá sérframleidda.

Mjög auðvelt er að stýra þessum veggjum og er viðmótið mjög einfalt.

Hér má sjá mjög skemmtilega lausn á flugvelli í japan sem kallast Gallery Toto, Narita international airport.