Fréttir & tilkynningarFjórða súkkulaðið, Ruby er komið til landsins

Sölumenn Sælkeradreifingar hafa að undanförnu staðið í ströngu við að undirbúa komu Ruby RB1 47,3%, eða fjórða súkkulaðsins, eins og það er kallað.

Ég hef vitað af þessu í nokkur ár og fylgst grannt með en belgíski framleiðandinn Barry Callebaut hefur verið að þróa þetta í töluverðan tíma,

segir Gunnlaugur Örn Valsson, sölustjóri Sælkeradreifingar.

Bragðið er engu líkt, bara stórkostlegt!

Gunnlaugur – eða Gulli, eins og flestir þekkja hann, fór ásamt Hafliða Ragnarssyni konditor og súkkulaðisendiherra, til Kaupmannahafnar í sumar til að kynna sér þetta nýja súkkulaði sem gjarnan er kallað „fjórða súkkulaðið“ – enda er það talsvert frábrugðið hefðbundnum súkkulaðitegundum. Þeir félagar sóttu kynningu á Ruby RB1 hjá belgíska framleiðandanum Barry Callebaut í byrjun júní:

Þar hittum við allar helstu súkkulaðistjörnurnar í Skandinavíu og maður fann gríðarlega spennu í loftinu enda allir fullir tilhlökkunar að fá að smakka Ruby RB1 í fyrsta sinn,

Þarna var búið að gera fullt af flottum molum, franskar makkarónur, smoothie og fleira fyrir okkur til að smakka. Ruby baunin er ræktuð í Brasilíu, á Fílabeinsströndinni og í Ecuador og er með keim af rauðum berjum og ferskri sýru. Við höfum hingað til bara unnið með dökkt súkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði – en hér er á ferðinni eitthvað alveg nýtt bragð. Það er stórkostlegt að finna hvernig það tónar með kryddum eins og Wasabi eða Kurkuma karrý og síðan víni og meðlæti á borð við rósavín, bjór, hnetum, Gorgonzola osti og ávöxtum eins og mango, yuzu eða lime. Þetta er eitthvað alveg nýtt og sérstakt,

Til stóð að sala á Ruby RB1 til viðskiptavina Sælkeradreifingar myndi hefjast í janúar 2019 en vegna mikillar eftirspurnar hafa Sælkeradreifing og Barry Callebaut náð samkomulagi um að hefja sölu á því strax, en þó einungis í 10 kg pokum.

Það er því opið fyrir sölu til allra okkar kúnna og við fögnum því sannarlega,

segir Gulli, sölustjóri Sælkeradreifingar.

Ruby RB1 2,5 kg pokarnir eru svo væntanlegir til Sælkeradreifingar í janúar 2019. Mikilvægt er að kynna sér vel hvernig unnið er með Ruby RB1, ekki síst varðandi t.d. temprun ofl.

Skoða PDF