Fréttir & tilkynningarDavide D´Auria Pizzachef í heimsókn

Davide er þriðja kynslóð pizzabakara frá Napólí en hann steig sín fyrstu spor í því hlutverki aðeins 12 ára gamall. Davide og allir fimm bræður hans hafa pizzabakstur að ævistarfi en fjölskyldan rekur tvo pizzastaði í Pisa. Hann starfar nú sem kennari og leiðbeinandi í Napoletana pizzugerð hjá Grandi Molini skólanum í Rovigo á Ítalíu. Davide hefur starfað á fjölda metnaðarfullra staða um heim allan t.d. hjá Harrods í London. Hann hefur gert pizzur fyrir ekki ómerkari menn en fótboltahetjurnar Lionel Messi og Cesc Fabregas.

Davide heimsótti, ásamt nokkrum okkar frá Sælkeradreifingu, nokkra veitingastaði eins og Pitsugerðina í Vestmannaeyjum, Pure Deli og Flatey Pizza þar sem Davide fór hamförum við mikla hrifningu gesta staðanna. Það nýjasta eru spínat- og rauðrófupizzur sem koma á óvart og kítla bragðlaukana vel.

Þess má geta að allt hveiti, tómatar og meðlæti fæst hér hjá okkur.