Stofnað 1906Nýr vefur og ný vefverslun!

framurskarandi_2018

Við höfum opnað hraðvirka og einfalda vefverslun fyrir viðskiptavini okkar á verslun.ojk.is. Verslunin er beintengd við birgða- og pantanakerfi okkar og einfaldar mjög afgreiðsluferlið. Sæktu um aðild hér að neðan eða hafðu samband við sölumenn okkar eða þjónustuborð ÓJ&K og SD í síma 535 4000.

Skoða vefverslun Hvernig virkar vefverslun?

Söludeild

Afgreiðslutími

Alla virka daga frá 08:30 - 17:00
.

Pöntunarsími

535 4000

Netfang

pantanir@ojk.is

Vöruhús

Afgreiðslutími

Alla virka daga frá 08:30 - 17:00
lokað milli kl.12 og 13

Sími

535 4000

Netfang

voruhus@ojk.is

Lesa nánar

Smásala Rótgróin og traust heildsala

ÓJ&K er rótgróin og traust heildsala sem flytur inn og dreifir
fjölbreyttu úrvali af dagvöru til sölu í verslunum. Við bjóðum fjölmörg þekkt vörumerki í
matvöru, sælgæti, kaffi, snyrti- og hreinlætisvörum og erum með öflugan flokk sölumanna
sem sinnir öllu landinu með reglulegum heimsóknum.

Lesa nánar

Veitingastaðir & kaffihús Sælkeradreifing

Við sinnum stóreldhúsum undir merkjum Sælkeradreifingar. Við bjóðum upp á gæðahráefni
og vörur fyrir veitingahús, mötuneyti, bakarí, hótel og aðra stórnotendur; í raun allt sem þarf
í eðalmáltíð, hvort sem um er að ræða margverðlaunað nautakjöt eða vegan-rétti, sushi-
hráefni eða nýja, bleika Ruby súkkulaðið. Sölumenn okkar eru menntaðir fagmenn, bæði
matreiðslumenn og bakarar.

Lesa nánar

Lýsing Lýsingarsvið

Við erum sérhæfð í öllu sem tengist lýsingu. Við bjóðum ljósabúnað og
fylgihluti frá Philips Lighting, allt frá minnstu heimilisljósum upp í götulýsingu og flóðlýsingu á íþróttaleikvöngum. Hjá okkur má einnig fá sérhannaða lýsingu fyrir margs konar vinnustaði sem og skrautlýsingu fyrir heimili. Við erum til dæmis með allt sem tengist fjarstýrðu
litalýsingunni frá Philips Hue.

Hestavörur Mikið úrval af gæðavörum

Við seljum hestavörur frá ýmsum framleiðendum, einkum vörur sem snúa að umhirðu hófa. Meðal annars seljum við járningavörur frá Mustad – vörumerki sem vart þarf að kynna fyrir hestamönnum. Gæði varanna frá þessum
sænska framleiðanda eru óumdeild og gildir þar einu hvort rætt er um skeifur, hóffjaðrir eða
járningaverkfæri.

Þú þekkirVörumerkin okkar

  • Santa Maria
  • galantino
  • ajax

Á döfinniFréttir &
tilkynningar

Halo Design og Watt a Lamp

Halo Design og Watt a Lamp loksins til Íslands

Nýja Kaffibrennslan kaupir Kaffitár

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Framúrskarandi Fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki – þrennan í hús!

Enn og aftur höfum við náð þrennu í hús með þessari eftirsóknarverðu vottun Creditinfo um góðan rekstur ÓJ&K, Sælkeradreifingar og Nýju kaffibrennslunnar. Á bak við vottunina liggur greining Creditinfo á rekstri rúmlega 38 þúsund íslenskra fyrirtækja.