Pantanasími: 535 4000 pantanir@ojk.is

500 g Hreindýra fille

2 öskjur  Sveppir

1 stk Hvítlauksgeiri

2 stk Shallotlaukur

1 dl Rjómi

2 bréf  Serrano skinka

2 msk Dijon sinnep

Smjördeig

3 stk Bökunarkartöflur

1 stk Rauðrófa

1 stk Grænt epli

2 msk Rúsínur

Karamella

350 ml Rauðvín

500 ml Nautasoð.

2 stk Skallotlaukur

5 stk Einiber

1 dl Balsamic edik

Aðferð:

Brúnið hreindýra kjötið allan hringinn.

Kryddið með salti og pipar.

Skerið sveppina smátt niður ásamt  öðrum skallotlauknum og hvítlauknum, létt steikið á pönnu og hellið svo rjómanum yfir og sjóðið niður. Kælið síðan.

Leggið kjötið á parmaskinkuna, smyrjið með Dijon sinnepi og dreifið svo sveppunum ofan á kjötið og rúllið upp. Leggið svo á smjördeigið og lokið því.

Gott að pensla með eggi áður en það er bakað.

Bakist við 200 °C í 12 mínútur.

Meðlæti:

Skerið kartöflur eftir smekk og sjóðið. Setjið svo í karamellu.

Rífið niður eplið og rauðrófuna og blandið saman.

Saxið rúsínur og  hinn skallotlaukinn og setjið út í , kryddið með ediki, salti og pipar.

Einnig má setja klementínu olíu saman við.

Einiberjasósa:

Skerið niður skallotlaukinn og létt steikið með einiberjunum. Hellið svo balsamic edikinu yfir og sjóðið niður um 2/3 , bætið rauðvíninu út á og sjóðið niður. Blandið svo nautasoðinu saman við og sjóðið hægt niður. Gott er að þeyta svo ca 50 gr af ósöltu smjöri saman við í lokin og krydda með salti og pipar.